Listsmiðja fyrir 6-9 ára

Umhverfið okkar sem efniviður til sköpunar
Listsmiðja: Sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6–9 ára
Kjarvalsstaðir
Dagana 18.–21. júní frá kl. 13–16.

Listsmiða fyrir börn á aldrinum 6–9 ára þar sem þau fá að vinna að skapandi verkefnum í tengslum við umhverfi Kjarvalsstaða og sýninguna Íslensk myndlist 1900–1950. Skoðaðir verða þeir fjölbreyttu litir og form sem finnast í umhverfinu og þeir nýttir til að útfæra teikningar og skúlptúra bæði innan- og utandyra. Í lok námskeiðsins verður fjölskyldu og vinum sýndur afrakstur námskeiðsins.

Leiðbeinendur eru Ásdís Spanó myndlistamaður og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt. Þær hafa starfað saman að ýmsum verkefnum tengdum listkennslu fyrir börn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur og eru báðar menntaðir listgreinakennarar.

Dagskrá:
Þriðjudag 18. júní
Við kynnumst, skoðum safnið og umhverfi þess.
Teiknað á Klambratúni.

Miðvikudag 19. júní
Unnið í Smiðju Kjarvalsstaða, málað og drög að skúlptúrum unnin.

Fimmtudag 20. júní
Vettvangsferð í Ásmundarsafn.

Föstudag 21. júní
Skúlptúrar útfærðir og sýning sett upp fyrir fjölskyldu og vini.

Skráning:
Email: listsmiðja@gmail.com
Símanúmer: 866 3906 / 862 6099
Verð: 11.200 kr.


Senda á Facebook

Nánari upplýsingar

866 3906 / 862 6099
listsmiðja@gmail.com
www.listasafnreykjavikur.is

Skráning

866 3906 / 862 6099 listsmiðja@gmail.com

Verð

11.200 kr.


Sumarvefur 2014 er í vinnslu. 

Stefnt er að því að upplýsingar um námskeið 2014 verði tilbúnar á 28. apríl 

Nánari upplýsingar er hægt að fá á itrsumar@reykjavik.is

Leit

Tímabil:
Aldur:
Hverfi:
Efnisflokkar:

Sjá öll námskeið í boði