Sumarnámskeið fyrir 4-16 ára

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður vikulöng sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í júní og ágúst. Á sumarnámskeiðunum er unnið í margvísleg efni og notaðar fjölbreyttar aðferðir myndlistarmanna við rannsóknir, sköpun og skráningu. Unnin eru tvívíð og þrívíð verkefni, farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta. Börnin þurfa að koma með nesti, vera klædd eftir veðri og í fötum sem má koma málning í.

Námskeiðin eru annars vegar kennd fyrir hádegi, frá kl. 9.00-11.30, og hins vegar eftir hádegi, frá kl. 13.00-15.30. Boðið er upp á gæslu fyrir börnin til kl. 12.00 og til kl. 16.00 eftir að námskeiðum lýkur (innifalið í námskeiðsgjaldi). Kennt er í aldurshópunum 6-9 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Kennarar eru allir starfandi myndlistarmenn með kennsluréttindi og/eða mikla kennslureynslu. Kennt er í húsnæði Myndlistaskólans að Hringbraut 121 (JL-húsinu), Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið skólans er að finna á http://myndlistaskolinn.is/efni/sumarnamskeid

Sumarnámskeið 2013

4-5 ára: Silfrur, trítlar og hobbitabú. Kennari: Guðrún Vera Hjartardóttir.

Tímabil: 6.-9. ágúst.

6-9 ára: Silfrur, trítlar og hobbitabú. Kennarar: Guðrún Vera Hjartardóttir og Elsa Dóróthea Gísladóttir.

Tímabil: 10.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní, 12.-16. ágúst.

6-9 ára: Birtingarmyndir í litum, tónum og formum. Kennarar: Margrét H. Blöndal og Margrét Kristín Blöndal.

Tímabil: 18.-21. júní, 24.-28. júní, 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst.

6-9 ára: Litir og litatilraunir. Kennari: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir.

Tímabil: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst.

8-12 ára: Leir og málun (tveggja vikna námskeið). Kennarar: Anna Hallin og Guðbjörg Káradóttir.

Tímabil: 18.-28. júní.

10-12 ára: Myndræn sagnagerð. Kennari: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir.

Tímabil: 10.-14. júní, 18.-21. júní, 24.-28. júní.

10-12 ára: Útiskúlptúrar. Kennari: Baldur Björnsson.

Tímabil: 6.-9. ágúst, 12.-16. ágúst.

13-16 ára: Teikning. Kennari: Baldur Björnsson.

Tímabil: 6.-9. ágúst.

13-16 ára: Fatahönnun – „Upcycling“. Kennari: Magnea Einarsdóttir. 

Tímabil: 12.-16. ágúst.

Sjá nánari lýsingar á námskeiðum á: http://myndlistaskolinn.is/efni/sumarnamskeid

Skráning

Skráning á sumarnámskeið Myndlistaskólans hefst 10. maí. Skráning fer fram á vef skólans  www.myndlistaskolinn.is en einnig er tekið við skráningum á skrifstofu skólans að Hringbraut 121 (JL-húsinu) kl. 13.00-17.00 mán-fim og kl. 13.00-16.00 fös. Síminn er 551-1990.

Námskeiðsgjald er 13.400 kr. fyrir 4 daga námskeið (vikurnar 18.-21.6. og 6.-9.8.), 16.700 kr. fyrir 5 daga námskeið og 29.000 kr. fyrir 9 daga námskeið (Leir og málun, tveggja vikna námskeið).


Senda á Facebook

Nánari upplýsingar

551 1990
www.myndlistaskolinn.is

Skráning

Skráning hefst 10 maí á skrifstofu skólans, sími 551 1990, mán.-fim. kl. 13-17, fös. kl. 13-16 og á www.myndlistaskolinn.is

Verð

13.400 kr. fyrir 4 daga námskeið
16.700 kr. fyrir 5 daga námskeið
29.000 kr. fyrir 9 daga námskeið
Veittur er 10% systkinaafsláttur


Sumarvefur 2014 er í vinnslu. 

Stefnt er að því að upplýsingar um námskeið 2014 verði tilbúnar á 28. apríl 

Nánari upplýsingar er hægt að fá á itrsumar@reykjavik.is

Leit

Tímabil:
Aldur:
Hverfi:
Efnisflokkar:

Sjá öll námskeið í boði